JOHNNY HALLYDAY DÁINN

  Johnny Hallyday, þekktasta rokkstjarna Frakka frá upphafi, er látinn 74 ára að aldri. Tilkynnt var um lát Johnny af talsmanni frönsku forsetaskrifstofunnar og haft eftir Emmanuel Macron forseta: “Það er hluti af Johnny Hallyday innra með okkur öllum. Frönsk alþýða fellir tár og þjóðin syrgir.”

  Johnny var oft nefndur hinn franski Elvis og reis undir þeirri samlíkingu í Frakklandi þar sem hann var elskaður og dáður um áratauga skeið. Fyrirmynd margra kynslóða ungra manna.

  Ein síðasta myndin tekin af Johnny.

  Johnny Hallyday lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur og að auki son sem hann átti með söng-og leikkonunni Sylvie Vartan og dóttur sem var ávöxtur sambands hans við leikkonuna Nathalie Baye.

  Það var krabbi sem lagði franska rokkgoðið að velli.

   

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…