JAPANIR AÐ DRUKKNA Í TÚRISTUM EINS OG ÍSLENDINGAR

    Túristadeildin:

    Því er haldið fram að þróunin í fjölda ferðamanna hér á landi síðustu árin sé einsdæmi, hljóti að vera bóla sem springi.

    Þessa gætir þó víðar. Japanir hafa upplifað gríðarlegan vöxt í túrisma.

    Frá 2009 hefur ferðamönnum til Japans fjölgað um 359% eða litlu minna en til Íslands (399%). Fjölgun ferðamanna til Japans frá 2009 nemur 24,4 milljónum en 1,9 milljónum hér á landi. Í fyrra komu rúmlega 31 milljón ferðamanna til Japans.

    Auglýsing