JAKOB STENDUR Á ÖNDINNI

    Jakob Frímann Magnússon fór á tónleika Sigur Rósar í Hörpu:

    Tónleikar Sigur Rósar í Hörpu í kvöld mörkuðu vatnaskil. Besti hljómburður sem heyrst hefur í Eldborg frá upphafi. Framsækin ljós og myndvinnsla hvers lags sem sjálfstæð ögrandi listaverk. Sveitin sjálf sú flottasta sem við höfum eignast af þessum toga, skartandi frábærum söngvara og hljóðfæraleikurum. Dagskráin blönduð hrikalega flottu nýju efni í bland við sígild eldri lög. Þessi skólahljómsveit Iðnskólans í Reykjavík hefur með þessum tímamótatónleikum markað ný viðmið sem ekki verður horft fram hjá. 

    Auglýsing