ÍSLENSKUR LÖGFRÆÐINGUR FÉLL OFAN Í GÖTURÆSI Í GHANA

    Gísli og göturæsið í Ghana sem gleymdist að loka.
    Fóturinn eftir fallið.

    “Féll með vinstri fótinn (allan) ofan í ræsi í Ghana á miðvikudagsmorgun. Það hafði gleymst að setja lokið yfir gatið,” segir Gísli Gíslason lögfræðingur sem verið hefur í Afríkuferð ásamt eiginkonu sinni.

    Betur fór en á horfðist en þó:

    “Vegna verkja flaug ég yfir til Evrópu um kvöldið – tvö flug – og er kominn til Danmerkur. Það var ekki mjög gott að stiga í fótinn – en ég lét mig hafa það. Konan sannfærði mig um að líklega ætti ég að fara til læknis. Danski læknirinn skoðaði fótinn og sagði svo nokkuð rólegur – þú ert fótbrotinn og ekki stíga meira í fótinn. Nú tekur heilbrigðiskerfið í Danmörku við mér.”

    Auglýsing