ÍSLENSKUR GÖNGUSTAFUR FRÁ 17. ÖLD Á UPPBOÐI HJÁ LAURITZ

    Forn, íslenskir göngustafur, talinn vera frá 17. öld, er á uppboði hjá Lauritz uppboðshaldaranum í Danmörku.

    Stafurinn hefur verið heldri manns eign því efri hluti hans er fagurlega skreyttur rósettum og manna og dýramyndum. Hann er 84 sentímetrar að lengd.

    Samkvæmt verðskrá Lauritz er stafurinn metinn á 5.000 danskar krónur (105 þús. ísl.) en þegar síðast fréttist var hæsta boð komið í 1.600 danskar (33.600 ísl.kr.)

    Auglýsing