ÍSLENSKIR MYNDLISTARAMENN HNEYKSLAST Á ÓLAFI ELÍASSYNI

  Fjölmargir íslenskir myndlistarmenn fóru hamförum á Facebook í gærkvöldi vegna fréttar af nýjasta myndverki Ólafs Elíassonar við Tate Modern í London sem er bráðnandi ísklumpar. Hugmyndin er víst stolin. Árni Páll Jóhannsson var með eins verk fyrir nokkrum árum bæði í Lissabon og Hannover.

  Verk Ólafs við Modern Tate.

  Jón Óskar: Óli Elíasar er magnaður. Nú trommar hann fram á Tate Modern með verk eftir Árna Pál Jóhannsson sem var sett upp á Expo-sýningu í Hannover fyrir 18 árum.

  Lilja Pálmadóttir: Djöfull er hann bíræfinn.

  Harpa Árnadóttir: Sennilega illa lesinn.

  Mireya Samper: Hann coperar stanslaust hina og þessa listamenn og enginn segir neitt, mjög fáránlegt.

  Lilja Pálmadóttir: Time will tell…

  Árni Páll Jóhannsson: Svo gerði hann nokkrar fossapælingar eftir að við gerðum okkar í Hannover, en eitt besta verkið hans er eftir Finnboga Péturs.

  Harpa Björnsdóttir: Þetta er verkið sem hann sýndi í gryfjunni í Nýló (hátalari yfir vökva) og allir muna eftir sem sáu…..og mig minnir að það hafi líka verið sett upp í Orkuveitu húsi…..rosalegur copycat hann Óli, en enginn segir neitt…

  Jón Óskar: Því miður. Það tala reyndar allir um þetta en í hljóði. Við erum hnípin þjóð í þó nokkrum vanda.

  Harpa Árnadóttir: Kanski felst þversögnin í því að hafa her aðstoðarmanna í að hanna verkin sín sem snilli og nýjung – og allir – eru ill læsir á listasöguna. Þar með talinn háttvirtur er setur nafnið sitt við afraksturinn.

  Elísabet Kristín Jökulsdóttir: Ég bjó einu sinni til snjókall.

  Jón Óskar: Ég veit beibí og hann var fallegur

  Auglýsing