ÍSLENSKI TWITTERKÓNGURINN REISIR PARADÍS FYRIR LISTAMENN Á KJALARNESI

    Haraldur og Presthús á Kjalarnesi.

    Eigendur jarðarinnar Presthús á Kjalarnesi hafa ákveðið að selja  íslenska Twitterkónginum, Haraldi Þorleifssyni, eignina eftir að hafa rift öðru tilboði sem kom frá Kjalarnesi ehf sem er í eigu eggjabóndans fyrrverandi, Kristins Gylfa Jónssonar, oft nefndur í sömu andrá og brúnegg. Haraldur ætlar að hanna og reisa þarna paradís, í nafni fyrirtækis síns Unnarstígur, fyrir listamenn þar sem þeir geta unnið að verkum sínum:

    “Kjalarnes, Presthús, nýtt deiliskipulag. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2022 var lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 um nýtt deiliskipulag fyrir Presthús að Kjalarnesi. Í tillögunni sem lögð er til felst uppbygging Presthúsa til fastrar búsetu, samhliða því að byggja upp dvalar- og vinnuaðstöðu fyrir listafólk og áhugafólk um listir og náttúru. Byggð verða upp innan jarðarinnar íbúðarhús, vinnustofur og gestahús ásamt fjölnota sal á svæðinu. Staðsettur verður aðkomuvegur, gönguleiðir byggingarreitur og settir skilmálar fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs svæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 4. apríl 2022… Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs til afgreiðslu.”

    Auglýsing