Newsweek, eitt þekktasta tímarit Bandaríkjanna, greinir frá íslenskum ástum í grein um Ingvar Má Jónsson og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni Sigríði Nönnu Jónsdóttur fyrir aldarfjórðungi – ást við fyrstu sýn sem enn heldur.
Tímaritið reifar frásögn Ingvars Más Jónssonar og segir að þó hann sé einnar konu maður hafi hann komið víða við á lífsleiðinni; verið flugstjóri hjá Icelandair, verið oddvitaefni Framsóknarflokksins í Reykjavík og stjórnað vinsælum barnaþætti á RÚV.