“Undanfarin 5 ár hefur kolanotkun aukist um 40% hér á „kolefnishlutlausu Íslandi árið 2040“. Aðeins tvö V-Evrópuríki nota nú meiri kol per íbúa en Ísland. Við notum meiri kol en Indverjar. En á móti kemur auðvitað að við bönnuðum nothæf sogrör,” segir Glúmur Björnsson efnafræðingur, eiginmaður Sigríðar Andersen fyrrum dómsmálaráðherra.
“Kolanotkun stóð í stað á meðan VG var utan ríkisstjórnar 2013-17. Kolin hafa hins vegar náð sér vel á strik eftir að VG komst aftur í stjórn. Tvö síðustu ár eru þau „bestu“ í Íslandssögunni skv. tölum hagstofu”.