“Fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði okkur um 3.800. Ef sá taktur varir út árið verður fjölgunin 11.300 og íbúafjöldinn slær í 398.000,” segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur og reiknimeistari:
“Með öðrum orðum er raunhæft að rjúfa 400.000 íbúa múrinn á árinu. Nokkurra mánaða gömul mannfjöldaspá Hagstofunnar gerði ráð fyrir því árið 2027.”