ÍSLAND 13. RÍKAST – ÓHEILLATALA

  Birtur hefur verið listi yfir 25 ríkustu lönd í heimi og er Ísland þar í 13. sæti. Katar er í því fyrsta og Singapore í öðru. Myndband fylgir:

  Svo virðist sem talan 13 veki upp óhug og hræðslu hjá fólki víða um veröld.

  T.d. mætti finna mörg dæmi úti í heimi þar sem 13. hæðinni er hreinlega sleppt. Hjátrúin varð einnig til þess að í Höfðatorgi er engin hæð númer 13. Einungis eru hæðir 12 og síðan 14, sem er tæknilega 13 hæð. Að sama skapi er sætaröð 13 oft sleppt í flugvélum þótt vissulega sé þrettánda sætaröðin til staðar, bara undir öðru nafni.

  Ef svo ber við að 13. dagur mánaðar lendi á föstudegi tvöfaldast áhrifin og eru margir sem forðast ferðalög á þeim degi, jafnvel halda sig heima til öryggis.

  Hræðsla við töluna 13 kallast triskaidekafobia og hefur ýmsar skýringar. Sumar eru trúarlegs eðlis og koma úr kristni. T.d. sátu 13 við borðið á síðustu kvöldmáltíðinni.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinJÓNINA BEN (62)
  Næsta greinSAGT ER…