Þorsteinn Eggertsson, mesti textasmiður íslenska dægurlagaheimsins um áratugaskeið, hefur áhyggjur af móðurmálinu:
“Um 1950 töluðu flestir fullorðnir Íslendingar aðeins íslensku (kannski svolítið dönskuskotna). Enskuna heyrðu þeir þannig að þeim fannst nöfnin Charlie og George vera Tjalli og Sjord. Núna hafa þúsundir Íslendinga gleymt íslenskum orðum og nota ensk í staðinn. Þrjú dæmi: Beisikklí (aðallega), lúkk (útlit), tanaður [tanned] (sólbrúnn). Var einhver að tala um að íslenskan sé á undanhaldi?” spyr Þorsteinn.