ISAVIA BREIÐIR YFIR BLEKKINGAR

  Akandi flugfarþegi sendir póst:

  Hér var á það bent fyrir þremur dögum að Isavia beiti vísvitandi blekkingum um meintan sparnað af því að panta bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli á netinu. Isavia fullyrti að sparnaðurinn væri 6.300 kr. af því að panta stæði í 7 daga, þegar hann var í raun 1.450 kr.

  Venjulegt fyrirtæki hefði beðist innilega afsökunar þegar kemst upp um svona blekkingar. En ekki Isavia. Í staðinn hækkaði það bara gjaldskrána, til að hún stemmdi betur við fullyrðinguna um sparnaðinn. Sjö daga bílastæði sem áður kostaði 8.750 kr. samkvæmt gjaldskrá kostar núna 12.250 kr. samkvæmt gjaldskrá.

  Til vinstri er gjaldskrá Isavia fyrir febrúar og til hægri endurbætt útgáfa.

  Hækkunin nær samt ekki meintum sparnaði. Hann átti að vera 6.300 kr. samkvæmt fullyrðingu Isavia, en er núna kominn í 4.950 kr.

  Hreint er það ótrúlegt að ríkisfyrirtæki hagi sér svona. En á það hefur víða verið bent að þetta sé dæmigerð háttsemi fyrirtækja sem eru í svo sterkri einokunarstöðu að stjórnendur þess eru farnir að líta á það sem ríki í ríkinu.

  Sjá eldri frétt hér!

  Auglýsing