INNBROTSÞJÓFAR Í HÓLAHVERFI

    Gunnlaug Helga.

    “Ég varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vakna við 2 innbrotsþjófa á heimilinu mínu í Hólahverfinu í nótt um 5 leytið,” segir Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og var brugðið:

    “Það glamraði í bakpokunum þeirra svo þeir hafa farið inn einhversstaðar og stolið. Ég vil minna alla á að læsa hurðum og gluggum. Nú er fyrsta ferðahelgi ársins, margir í burtu og þjófarnir sjá sinn hag í því.”

    Lýsing á mönnum: Þeir voru klæddir frá hvirfli til ilja svo ekki sást vel í andlit, voru með svarta bakpoka og í frekar dökkgrænum úlpum.

    Auglýsing