INGIBJÖRG SÓLRÚN Í ÍRAK

    "...átti ég í miklum brösum með chadorinn og gekk illa að hylja hárið sem ekki má sjást."

    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum ráðherra og borgarstjóri hefur verið í Írak nú í upphafi árs og upplifað margt:

    “Datt í hug að einhverjir gætu haft gaman af þessu myndbandi. Tekið í gær þegar ég heimsótti Imam Husayin grafarmoskuna í Kerbala en hún mun koma næst á eftir Mecca og Medina sem helgistaður múslima og um 50 milljónir pílagríma heimsækja hana á ári hverju. Eins og sést á myndbandinu átti ég í miklum brösum með chadorinn og gekk illa að hylja hárið sem ekki má sjást. En þetta var merkileg upplifun, sérstaklega að sjá þær sterku tilfinningar sem heimsókn í moskuna kallar fram hjá hinum trúuðu.”

    Auglýsing