INGI SEKTAR EN ÆTLAR EKKI SJÁLFUR OG BORGA SEKT

Formaður yfirkjörstjórnar á Hótel Borgarnesi, Ingi Tryggvason, er ekkert að láta rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármannssonar trufla sig í vinnunni.
Að aðalstarfi er formaðurinn dómari við Héraðsdóm Reykjaness og þar dæmir hann mann og annan í fangelsi eða til að greiða sektir. Sjálfur ætlar hann hins vegar ekki að borga sektina sem lögreglan í Borgarnesi lagði á hann fyrir að innsigla ekki kjörgögnin nóttina örlagaríku á hótelinu í Borgarnesi. En dómarinn náði því samt að senda kjörgögnin í fangelsið á lögreglustöðinni.
Auglýsing