INGI BJÖRN (69)

Boltafjölskyldan.

Ingi Björn Albertsson, einhver mesti markaskorari íslenskrar knattspyrnusögu, fyrrum alþingismaður, veitingamaður bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og nú leigubílstjóri, er afmælisbarn dagsins (69). Boltinn lifir í ættinni, Albert faðir hans, fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í evrópskri knattspyrnu, tengdasonurinn Gummi Ben og dóttursonurinn heitir líka Albert Guðmundsson, einn sá flinkasti á vellinum í dag osfrv. Færri vita að annar sonur Inga Björns, og alnafni, Ingi Björn Ingason, er bassaleikari Baggalúts og Helga Björns.

Auglýsing