INDVERSKT BÍÓKRYDD Á NETFLIX – GUMRAAH

Ef einhver vill vel kryddað bíó á sumarkvöldi þá er Gumraah málið á Netflix. Indversk kvikmynd með svo ótrúlegum söguþræði að áhorfandinn situr ruglaður frameftir allri mynd.

Indverks matreiðsla nýtir heimsfrægðar vegna sérstöðu sinnar og það sama má segja um indverska kvikmyndagerð þegar best lætur eins og hér:

Maður er myrtur og lögreglan handtekur tvo menn sem virðast ekki tengjast á nokkurn hátt nema hvað að þeir líta alveg eins út. Lögreglan veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og DNA hjálpar henni ekkert þar sem það er nákvæmlega eins hjá báðum mönnunum. Þar til í blálokin þegar sannleikurinn kemur í ljós og og áhorfendur standa furðulostnir á fætur.

Auglýsing