Myndlistarsýningin „Úr fullkomnu samhengi – Out Of Perfect Context – Hors contexte
parfait“ opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri fimmtudaginn 3 júlí kl. 16.00
Julie Tremble, Philippe-Aubert Gauthier og Tanya Saint-Pierre eru kanadískt
kvikmynda og vídeólistafólk sem að munu opna sýningu.

Verkefnið « Úr fullkomnu samhengi» sem varð til úr samstarfi milli sýningarrýmisins
Dazibao í Montreal og Verksmiðjunnar á Hjalteyri, leikur að greinilegum ósamrýmanleika
sem leyfir sér ákveðið sundurleysi til að kanna nýjar leiðir til samstarfs og sýningargerðar.
Verkefnið byggir á tengslum okkar við náttúruna og hlutverk hennar í menningunni en það
er eins og skipulag eða drög að fundi milli borgar og óbyggðra víðerna; myndgerða sem
byggja á raunveruleikanum og öðrum aðferðum sem mótast alfarið í stafrænu formi.
Einnig á krossgötum, jafnvel árekstri, milli viðkvæmrar náttúru í hættu og upphafinnar
náttúru.
Samstarfið gefur af sér tvær sýningar, eina í Dazibao, með verkum eftir Gústav
Geir Bollason og Þorbjörgu Jónsdóttur og aðra í Verksmiðjunni, með verkum Julie
Tremble og tvíeykisins Philippe-Aubert Gauthier og Tanya St-Pierre.