Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: 48,5 m2 parhús á einni hæð við Bragagötu 34b í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi og 2 svefnherbergi. Húsið steindur á 88,5 m2 lóð sem er inn af Bragagötu 34. Frábær staðsetning í hjarta Miðborgarinnar þar sem stutt er í veitingastaði, verslun og þjónustu. Stutt er fallegar göngu- og hjólaleiðir við Tjörnina, Hljómskálagarðinn og Ægisíðuna. Leikskólar (Laufásborg og Grænaborg) og grunnskóli (Austurbæjarskóli) í næsta nágrenni. Menntaskólinn í Reykjavík í göngufjarlægð. Komið er að viðhaldi/endurbótum á eigninni.
–
Verð: 54.900.000. Fermetraverð: 1.131.959.