Á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka í dag laugardaginn 21. júní tekur Byggðasafn Árnesinga við Gistihúsbílnum ÁR-67 til varðveislu. Það gerist með stuttri athöfn við Húsið á Eyrarbakka kl. 11,30. Bíllinn verður svo á ferðinni um þorpið á Jónsmessuhátíðinni ásamt gamla slökkvibílnum og Mundakots-Fergusoninum.
„Gistihúsbíllinn á Eyrarbakka“ er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddíi. Hann var um langa hríð í eigu Guðmundar Gunnarssonar í Gunnarshúsi á Eyrarbakka en keyrður af bróður hans Gunnari og verkefnin margvísleg meðal annars farþegaflutningar. Mun eitt fyrsta verkefnið hafa verið að flytja Eyrbekkinga á Alþingishátíðina á Þingvöllum sumarið 1930. Löngu síðar eignuðust félagarnir Erlingur Ævarr Jónsson og Guðbjörn Frímannsson bílinn og gerði þeir hann upp. Hann fór aftur á götuna árið 1978 nýuppgerður. Gefendur eru afkomendur þeirra, systkinin Sigurður Óli og María Guðbjörnsbörn og ekkja Erlings, Sigríður Dagný Ólafsdóttir. Það er með mikill þökk, virðingu og hógværð sem Byggðasafn Árnesinga tekur við þessari merku bifreið.