HomeGreinarER ALLT AÐ FARA Í HUND OG KÖTT?

ER ALLT AÐ FARA Í HUND OG KÖTT?

„Er allt að fara í hund og kött?“ spyr Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins sem einnig er dýralæknir og veit því hvað hann syngur þegar dýr eru annars svegar:
„Eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar á þessu þingi er að breyta fjöleignarhúsalögum þannig að einstaklingar geti haldið gæludýr í fjölbýli, jafnvel þótt húsfélag hafi áður samþykkt að banna slíkt. Með frumvarpinu er verið að rýmka heimildir til að halda gæludýr verulega frá því sem nú er. Þótt húsfélag hafi sett skýrar reglur gegn dýrahaldi, verður það í raun gert nær áhrifalaust. Einstaklingur getur krafist undanþágu og húsfélagið hefur takmarkað svigrúm til að hafna því.
Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðarstaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki.
Réttur einstaklings til að halda gæludýr má ekki ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.
Þá vekur einnig athygli hve rýr undirbúningur þessa máls hefur verið. Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.
Þingflokkur Framsóknar leggst gegn frumvarpinu og minnir á að þau sjónarmið sem snúa að velferð og líðan fólks verða alltaf að vera í forgrunni þegar rætt er um reglur sem snúa að heimilum landsmanna.“
TENGDAR FRÉTTIR

BÍLAFRAMLEIÐENDUR BANGNIR

Bandarískum bílaframleiðendum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds vegna hótana Trumps forseta um að setja 50% toll á koparinnflutning. Ástandið í bandarískum bílaiðnaði...

LEIÐINDI Á LANGEYRARVEGI

Umráðamaður þessarar bifreiðar hefur frest rétt fram yfir helgi til að fjarlægja tækið. Ekki er vitað hvort hann sjálfur viti hvernig komið er. Eins...

BLÓMASKÁLINN SLÆR Í GEGN Á LÆKJARTORGI

Blómaskálinn á Lækjartorgi nýtur vinsælda hjá túristum sem margir eru hingað komnir til að njóta náttúrunnar og gróðurs sem er kannski ekki á hverju...

GÓÐUR BÍLL Á SLÆMUM STAÐ

Bíllinn er flottur en hann á samt ekki heima upp á gangstétt. Bíllinn er skráður á einkahlutafélagið Alur Álvinnsla þar sem Eyþór Arnalds er...

FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

Það fór eins og sagt var frá í frétt hér fyrir fjórum dögum: - "Ég hef það eftir semi áreiðanlegum heimildum að valkyrjurnar þrjár séu búnar...

MINI SKÚLPTÚRAR Í GRJÓTGARÐI

Í grjótuppfyllingunni á Skúlagötu sunnan Hörpu hafa túristar gert mini skúlptúra úr smásteinum sem er snyrtilega raðað upp alveg út að sjávarmáli. Þeir virðast...

HANNES SKÝTUR Á ÞORGERÐI

"Þorgerður Katrín sóttist hart eftir því að verða framkvæmdastjóri SFS. Þá var hún hlynnt kvótakerfinu og reiðubúin að verja það," segir Hannes Hólmsteinn samfélagsrýnir...

MARKÚS Á TOPPINN Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017.  Markús...

RÁÐHERRA Í ÞRASTARLUNDI – „SVONA EIGA VEGASJOPPUR AÐ VERA“

"Vegasjoppur eru því miður að verða hver öðrum líkar - en á því eru sem betur fer undantekningar," segir Logi Einarsson menningarmálaráðherra sem stoppaði...

SAHARA SANDUR OG SKÓGARELDAR MENGA SPÁNARSTRENDUR

Calima, Sahara sandur, og reykur frá skógareldunum í Katalóníu veldur slæmum loftgæðum í Torrevieja á Spáni og víðar. Fólki með astma og önnur lungnavandamál...

MARGFALDUR VEGVÍSIR Á NÝLENDUGÖTU

Nýtt verk hefur verið sett upp í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu. Vegvísir í allar áttir bendir á Nýlendugötu. Upp og niður. Verkið er eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur,...

RAUÐUR KROSS I UMFERÐARLJÓSUM

Í Versölum í Frakklandi hlusta heimamenn ekki á Vegagerðina. Frakkar fara sínar leiðir eins og alltaf. Tengd frétt.

Sagt er...

Bjórsulta frá Ástralíu er komin í hillur Krónunnar. Vinsælt viðbit á ristað brauð. https://www.youtube.com/watch?v=ukd3lg3Z_Pg

Lag dagsins

Harrison Ford er er afmælisbarn helgrinnar (83). Einn mesti gullkálfur bandarískra kvikmyndaframleiðenda í Hollywood um áratugaskeið. Hann millilendir oft flugvél sinni, sem hann flýgur...