„Ótrúlegt en satt þá er aldarfjórðungur í dag síðan ég smakkaði síðast áfengi eða snerti önnur ódáinsefni,“ segir Einar Scheving trommuleikari Íslands:
„Sem eins konar afmælisgjöf hoppaði ég upp í flugvél og lenti í Marokkó í dag og svo hoppa ég sennilega til Rómar áður en ég kem heim.
Ég hef oft sagt að blessað barnalánið sé mín mesta gæfa í lífinu. Næstmesta gæfan er svo auðvitað að börnin mín hafi aldrei kynnst mér öðruvísi en allsgáðum.“