Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavik heldur velli samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup var að birta. Hjálmar Sveinsson, lykilmaður í borgarstjórnarhópi Samfylkingarinnar, er ánægður með og upplýsir um leið um aðdáun sína á Sönnu Magdalenu, sósíalistans í hópnum:
„Samfylkingin bætir miklu við sig og mælist með 26% fylgi, eftir að hafa verið leiðandi í borgarstjórn í 15 ár, og sósíalistar undir fallegri forystu Sönnu Magdalenu koma sterk inn.“