„Alltaf finnst mér gaman að koma til Akureyrar og alltaf finnst mér leiðinlegt að yfirgefa þann fallega bæ en aldrei eins leiðinlegt og nú síðustu tvö skipti, með þriggja vikna millibili,“ segir tónlistarmaðurinn Sigurgeir Sigmundsson, einn snjallasti gítarleikari þjóðarinnar og eftirsóttur í rokkinu:
„Það er vani hjá manni á síðustu ljósunum áður en haldið er út úr bænum að ýta aðeins fastar á bensíngjöfinina þegar lagt er af stað í langkeyrslu, en nú er búið að koma fyrir þessari fínu myndavél sem „flassar“ ef keyrt er hraðar en 50 km/klst og sólarhring seinna birtist sekt í heimabankanum.
Ég efast ekki um að þessi myndavél hefur verið sett upp af illri nauðsyn (t.d. eins og þegar embættið ákvað að fara í mál við blaðamennina 6) og ég gleðst því yfir því að fá að styrkja þetta góða starf.
En fyrir þá sem vilja ekki styrkja Lögreglustjórann á Akureyri. Munið myndavélina á Hörgárbraut (við Olís) næst þegar þið farið frá Akureyri.“