Boist hefur svar frá skrifstofu þjónustu og samskipta Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurnar vegna fréttar, „Vélmenni útrýma stöðumælavörðum í Reykjavík“, sem birtist hér í gær:
–
Sæll Eiríkur
Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og greinir hvort fólk hafi greitt fyrir gjaldskyld bílastæði eða sé með íbúakort, eða ekki. Hafi ekki verið greitt fyrir bílastæði eru upplýsingarnar sem aflað er (myndir og bílnúmer) færðar inn í tölvukerfi borgarinnar þar sem farið er yfir gögnin og ákvörðun er tekin um hvort leggja skuli á gjald eða hvort kanna þurfi aðstæður betur, sem þá er gert. Engin gjöld eru lögð á án þess að stöðuvörður hafi yfirfarið að að rétt sé að álagningunni staðið. Kerfið er enn í innleiðingarfasa en á síðari stigum er gert ráð fyrir meiri hagnýtingu á gervigreind en eftir sem áður er alltaf gert ráð fyrir að farið sé yfir hvert mál áður en gjald er lagt á.
Sunna Stefánsdóttir sérfræðingur í upplýsingamiðlun.