Í dag 15. júní eru nákvæmlega 45 ár síðan þessi mynd var tekin í Hollywood – þessu við Ármúlann,“ segir Ólafur Hauksson blaðamaður og samfélagsrýnir:
„Fólkið á myndinni þekktist ekki neitt fyrir myndatökuna, stúlkan sú arna var að kynna nýjustu hártískuna fyrir Hársnyrtingu Villa Þórs (já, það voru hártískusýningar í Hollywood) og náunginn með yfirskeggið var þarna í blaðamennskuerindum með papparazzi ljósmyndaranum Ragnari Th. Flassið á myndavélinni kveikti þarna neista sem varð að báli þegar síðar um kvöldið og hefur ekki slökknað þau 45 ár sem síðan eru liðin.“