Salathúsið ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum skinkusalat.
Ástæða: Rækja fannst í einu boxi og þar sem rækjur eru ofnæmis- og óþolsvaldur hefur Salathúsið ákveðið að innkalla vöruna til að tryggja öryggi neytenda.
Hættan: Rækjur geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem eru með ofnæmi fyrir skelfiski. Öðrum er óhætt að neyta vörunnar.