„Flott uppfærsla á strætóskýli, mér hefur alltaf fundist vanta frekar glugga en sæti,“ segir Halldóra Jóhanna Hafsteins en ekki eru allir sammála. Skýlið hefur vakið talsverða athygli og eru flestir á því að betra hefði verið að fá bekk en glugga – eða kannski gluggasæti úr því sem komið er.