Rúnar Júlíusson tónlistarmaður (1945-2008) hefði orðið áttræður í dag. Rúni Júl var stjarnan í Hljómum sem var besta og vinsælasta hljómsveit landsins á síðustu öld. Rúni gaf sveitinni yfirbragð sem hefði dugað til heimsfrægðar með örlítilli heppni.
Taktar hans sem rokkstjarna voru ekki annarra og þegar tilhans sást á götum úti urðu vegfarendur „starstruck“ allir sem einn. Í persónulegri návist var Rúni Júl vingjarnlegur, úr augum hans skein góðvild og svo var hann fyndinn svo af bar.
Blessuð sé minning þessa einstaka manns.