Súparstjarnan Quentin Tarantino er afmælisbarn dagsins (62). Sá kvikmyndaleikstjóri í Hollywood sem ber höfuð og herðar yfir aðra leikstjóra og eru Woody Allen, Cohen bræður og hinn spænski Almodovar þá meðtaldir og það er ekki lítið. Byrjaði með Reservoir Dogs 1992 og síðan komu Pulp Fiction, Kill Bill, Inglourious Basterds, Django Unchained osfrv.
Tarantino er Íslandsvinur og hefur komið margoft hingað til lands á vegum Jóns Ólafssonar athafnamanns. Er þeim vel til vina.