ILLA GENGUR AÐ STOFNA STRÆTÓFARÞEGAFÉLAG

    Frá fyrsta fundi um stofnun Strætófarþegafélags

    Kjarni um stofnun Félags strætófarþega hefur verið að störfum en illa hefur gengið að fá fólk til starfa, stundum hafa bara þrír mætt. Menn segja aðalástæðuna þá að þeir sem standa að stofnun félagsins eru allir pólitískt litaðir – þau Andrea Helgadóttir sem er varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Guðröður Atli Jónsson sem hefur verið að vinna fyrir Samstöðina sem er i eigu Sósíalistaflokksins og Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

    Fundirnir voru fyrst hjá Sósíalistaflokknum en hafa verið færðir í bókasafnið í Spöng í Grafarvogi til að ná til fleiri. Formlegur stofnfundur farþegafélagsins verður 25. mars klukkan 14:00 og er fyrirhugað að auglýsa hann á K100 og Samstöðinni og jafnvel víðar.

    Auglýsing