HÝRSNÍKIR Á HÁRGREIÐSLUSTOFU

    Lilja með Hýrsníki og Ljóða-Valda sem er daglegur fastagestur á Hárhorninu þó ekki til að láta klippa sig nema endrum og eins.

    “Við lögðum mikla vinnu í þetta og köllum hann Hýrsníki,” segir Lilja Torfadóttir hárgreiðslumeistari á Hárhorninu um jólasvein sem prýðir nú stofuna viðskiptavinum til ánægju á aðventunni.

    Sjálf er Lilja samkynhneigð og því heitir jólasveinninn Hýrsníkir, sá fyrsti sem kemur til byggða þessi jólin, til styrktar baráttu samkynhneigðra.

    “Á ensku myndi hann líklega heita Santa Gay,” segir Lilja ánægð með þetta sköpunarverk sitt og samstarfsfólks á Hlemmi.

    Auglýsing