HVERNIG LÆRI ÉG HEIMA ÁN ÞESS AÐ GUBBA?

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund um heimlærdóm og ADHD,, Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA?!” þann 1. sept nk. kl. 20:30.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð og er ætlaður öllum sem vilja fræðast um ADHD og heimanámið.

Nú eru skólarnir komnir á fullt og eftir allt covid fárið er afar mikilvægt að vel takist til. Lykillinn að góðum árangri gott skipulag og öguð vinnubrögð strax frá fyrsta degi, ekki síst hjá þeim sem þurfa að taka heimanámið fastari tökum en ella. Á fundinum mun Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og varaformaður ADHD samtakanna fer yfir helstu áskoranir varðandi heimanám og skólastarf og bendir á hagnýt ráð sem virka og leiðir umræður.

Auglýsing