HVORT HÚSIÐ ER FALLEGRA?

    Hugmynd Guðjóns Samúelssonar til vinstri og byggingin sem á að rísa til hægri.

    “Í dag stendur til að taka fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis á lóð þar sem áður stóð fjölbreytileg þyrping gamalla timburhúsa,” segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Miðflokksins og er ekki skemmt:

    “Á sínum tíma samþykkti ríkisstjórnin tillögu um að óbyggt hús sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir þennan stað yrði reist fyrir Alþingi. En svo tók kerfið völdin og nú ætlar vinnustaðurinn minn, Alþingi Íslendinga, að taka þátt í steinsteypukassavæðingu miðborgarinnar.”

    Auglýsing