HVER VAR MAÐURINN?

    Þessi ljósmynd er tekin af nemendum í Lærða skólanum árið 1866 af dönskum ljósmyndara.

    Sá í miðið sem stendur við súluna er um tvítugt. Hann varð síðar læknir, alþingismaður, fræðimaður, náttúruverndarsinni og notaði fyrstur heitið Lögurinn um Lagarfljót, þ.e. á prenti.

    Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans dó ung en sjálfur dó hann frá síðari eiginkonu kornungri og tveggja ára dóttur. Hann sá fyrir líkfylgdina sína fara eftir Leginum skömmu áður en hann dó. Það var sýn sem fleiri sáu og vitnuðu um. Hver var maðurinn?

    Auglýsing