HVER STOPPAÐI ÚTSENDINGUNA?

    Áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar rak í rogastans í gærkvöldi þegar skyndilega var klippt á útsendingu þáttarins Atvinnulífið, þar sem Sigurður Kolbeinsson var að fjalla um aðfarir Arion banka og skiptastjóra í tengslum við gjaldþrot Sigurplasts. Þátturinn var tæplega hálfnaður þegar allt í einu birtust auglýsingar í miðju viðtali og svo var byrjað að sýna hluta úr gömlum viðtalsþætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar.

    Þáttastjórnandinn Sigurður Kolbeinsson var að ræða við fyrrum stjórnarformann Sigurplasts þegar útsendingin stöðvaðist. Þar sem umfjöllunarefni þáttarins er í meira lagi eldfimt, fór marga að gruna að utanaðkomandi aðilar hafi beitt Hringbraut hótunum eða fortölum til að hætta við þáttinn. Það liggur þó ekki fyrir og engar skýringar er að finna á vefsíðu Hringbrautar.

    Í þættinum kemur fram hörð gagnrýni á Arion banka og skiptastjóri þrotabús Sigurplasts fyrir svæsið framferði gagnvart fyrrum eigendum Sigurplasts.

    Sjá aðra frétt hér!

    Auglýsing