“Getum við sem þjóð hætt að mála skrattann á vegginn þegar kemur að öllu,” segir Theódór Elmar Bjarnason landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi liðsmaður Elazigspor í Tyrklandi. Hann er ekki ánægður með svartsýnina á Íslandi en hann hefur víða farið og búið á atvinnumannaferli sínum:
“Fyrir utan Berlín kannski veit ég ekki um neina stórborg eða höfuðborg í Vestur Evrópu þar sem ungt fólk á auðvelt með að kaupa sér eða leigja íbúð. Það er ekkert öðruvísi með Reykjavík.”