HUSEBY – HÚS ÍSLENSKUNNAR

Við hæfi er að endurbirta mánaðargamla frétt um samkeppni sem haldin var vegna nafns á nýtt hús íslenskra fræða og íslenskunnar yfirleitt nú þegar nafnið liggur fyrir. Edda sigraði Huseby:

Efnt hefur verið til nafnasamkeppni meðal almennings um heiti á nýju húsi íslenskunnar sem opnað verður formlega í næsta mánuði.

Gunnar Hueby með kúluna við kinn.

Húsið er byggt í hring og stendur þar sem Melavöllurinn var áður, og þar var einmitt annar hringur, kúluvarpshringurinn þar sem Gunnar Huseby skráði sig á spjöld sögunnar og varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í íþróttum með kasti upp á 15,56 í Osló 1946. Fjórum árum síðar náði hann sínu lengsta kasti á EM í Brusell, 16,74.

Því hefur verið lagt til að hús íslenskunnar heiti Huseby.

Auglýsing