HÚSASKEMMDIR FALSFRÉTTIR?

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  OECD hefur sýnt fram á með vandaðri skýrslu að þunglamalegt kerfi okkar kosti húsbyggjendur þúsund íbúðir á ári án þess að skila miklu til baka. Þetta er í samræmi við annað hér, en sama stofnun hefur sagt að það finnist vart á byggðu bóli eins mikið af íþyngjandi reglum fyrir atvinnureksturinn almennt.

  Steini pípari með ljáinn.

  Til að fá löggildingu hér þurfa menn að fara í rétta skóla, læra eftir réttri námskrá og og meira að segja læra dönsku. Sá námsferill segir lítið til um hversu fær iðnaðarmaður viðkomandi verður. Námskerfið hér er oft og tíðum hugsað til að bregða fæti fyrir menn. Hver iðngrein getur skammtað fólk inn á markaðinn, því enginn getur útskrifast nema fara á samning hjá löggildum meistara.

  En náttúrulega veit Björg Ásta Þórðardóttir lögfræðingur Samtaka Iðnaðarins meira um þetta en ég iðnaðarmaðurinn. Hún hrósar Íslendingum fyrir að gera miklar menntunarkröfur en bendir ekki á hvort það skili sér í vandaðri vinnu við húsbyggingar eða annað. Líklega eru fréttir um alla gallana í húsum bara falsfréttir.

  Það verður ekki allt fúsk þó við leggjum að mestu niður löggildingarkerfið. Einkaaðilar gætu sett fyrir menn hæfnismat og gefið þeim vottorð um ákveðna fagþekkingu. Það væri síðan val neytandans hvort hann velur mann með slíkt vottorð eða ekki. Þá mætti skipta niður faggreinum. Halda mætti t.d. nokkra vikna námskeið í flísalögn eða parketlagningu og gætu menn komið út með próf á því þrönga sviði. Það þurfa ekki allir að kunna allt. Markaðurinn velur.

  Auglýsing