HÚSAFLUTNINGAR FRÁ VATNSLEYSUSTRÖND Á BERGSTAÐASTRÆTI

    Auða lóðin á Bergstaðastræti 18. Á innfeldu myndinni sést Bergstaðastræti 7 á meðan það var og hét í götunni.

    Miklir húsaflutningar eru í bígerð á Bergstaðastræti þar sem sótt hefur verið um leyfi til að flytja hús sem áður stóð á Bergstaðastræti 7 (en stendur þar ekki lengur) yfir á lóð á Bergstaðastræti 18 (þar sem nú er bílastæði) og tengja með viðbyggingu við Bergstaðastræti 20. Hér er kerfisbréfið:

    “Lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring (arkitekt) dags. 30. ágúst 2021 um flutning húss, sem áður stóð á lóð nr. 7 við Bergstaðastræti, á lóð nr. 18. við Bergstaðastræti. Stækkun á viðbyggingu aftan við húsið og því að reisa nýja viðbygging við gafl hússins á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti, samkvæmt tillögu/skissu ódags. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns reykjavíkur dags. 19. mars 2021 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. mars 2021.”

    Gamla húsið á Bergstaðastræti 7 var flutt á Vatnsleysuströnd fyrir löngu en íbúarnir á Bergstaðastræti 20 keyptu það og vilja flytja það aftur í götuna þar sem það stóð um áratugaskeið og gera upp.

    Auglýsing