Það er bannað samkvæmt íslenskum lögum að móðga þjóðhöfðingja en þessum hundi er alveg sama þar sem hann mígur á mynd af Erdogan Tyrkjaforseta.
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem féll fyrir hersveitum Tyrkja í Afrin, fer heldur ekki að lögum þegar hún sendir Erdogan bréf og titlar hann Shithead (skíthaus):
Og Eva segir:
“Á Íslandi er refsivert að mógða erlenda þjóðhöfðingja. Sú ágæta þingkona Steinunn Þóra (ein af þeim fáu sem hefur tekið raunverulega afstöðu með kúguðum og hrjáðum) hefur beitt sér fyrir því að þessi miðaldastemning verði afnumin úr íslenskum lögum en uppáhaldsráðuneytið mitt leggst gegn því. Það þarf að vernda fínimenn – valdníðinga jafnt sem þá virðingarverðu – frá skoðunum almennra borgara á þeim.
Ég er tilbúin til þess að láta reyna á þessi lög. Ekki bara svona upp á grínið heldur af því að mér finnst full ástæða til þess að móðga tiltekna þjóðhöfðingja. Í augnablikinu er það níðingurinn Erdoğan sem mér finnst liggja mest á að smána og auðvitað spilar það inn í að ég get ekki reiknað með að sjá son minn aftur.”