HUNDUR DREPUR MINK

    Óðinn Logi hefur verið að eltast við mink og það bar árangur í nótt en þá var hann með minkahundinn með sér:

    “Þessi læða slapp frá mér fyrir nokkrum dögum þar sem ég sá hana tíu sinnum eða svo en náði aldrei skoti. En svo kom ágætis veður og við kíktum a líklegan stað. Sú viðureign stóð ekki nema í tíu mínútur. Hundurinn náði í minkinn og drap hann á staðnum.”

    Auglýsing