HUNDUR Á UPPBOÐI VEGNA SKILNAÐAR

  Hundurinn tengist ekki efni fréttarinnar beint en þetta er enskur setter.

  Þau tíðindi hafa orðið að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst uppboð á hundi vegna slita á sameign sem yfirleitt tengist hjónaskilnaði. Um er að ræða enskan setter sem heitir Rjúpnabrekku Blakkur.

  Hér er auglýsingin um uppboðið:

  Uppboð verður haldið í aðstöðu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, Kópavogi þriðjudaginn 29. júní n.k. kl. 09:30. á eftirfarandi eign, sem hér segir:

  Rjúpnabrekku Blakkur IS22025/16, enskur setter.

  Greiðsla við hamarshögg.

  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
  21. júní 2021

  Auglýsing