HUMAR FRAMHJÁ VIGT BEINT Á VEISLUBORÐ

    Póstur frá sjómanni:

    Það er ágætt að vera á sjó, stundum fiskast vel og stundum ekki en svona er bara lífið.

    Þar sem ég hef oft migið í saltan sjó veit ég að best er að vera á humarveiðum til að hafa eitthvað upp úr þessu. Sá afli sem við vigtum ekki fer beint í sölu til veitingastaða sem borga vel fyrir góðan humar og stundum getur þetta orðið allt að helmingur launa okkar.

    Maður væri varla að þessu ef framhjáaflinn væri ekki til staðar. Við köllum ekki allt ömmu okkar, við sjómenn.

    Auglýsing