HRÓBJARTUR HRISTIR UPP Í 101

    Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður hristir upp í latteliðinu í 101 í dagblaði í vikunni þar sem hann spyr hvers vegna Vesturbæingar eigi að ráða öllu um það sem gerist í Reykjavík- sjá hér – og þá byrjar Netið að hristast líka; til dæmis svona:

    Egill Helgason sjónvarpsmaður: Það má spyrja. Er fólk í Vesturborginni að fá svona rosalega mikið fyrir sinn snúð? Ég hef ekki orðið var við það. Hins vegar er hér feikilegt umrót vegna ferðamannastraums og álag á íbúa og innviði.

    Guðmundur Hörður fyrrum formaður Landverndar: Aðstaða grunnskólabarna í hverfinu er léleg og íþróttaaðstaða bágborin.

    Egill Helgason: Það er málið. Og mikið álag á heilsugæsluna vegna ferðamennsku og erlends vinnuafls.

    Mörður Árnason fyrrum alþingismaður: Hann á að vísu við borgina vestan Ellliðaáa — Sjálfstæðiskarlaflokkurinn (o.fl.) hefur lengi reynt að kljúfa Reykvíkinga sundur á þeirri brotalínu. Þá er gott að muna að borgarstjórinn lék fótbolta með Fylki ..

    Auglýsing