HREPPARÍGUR: KALMANN ODDVITI TÝNDUR

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Úr ársfjórðungsritinu Hrepparíg:

Kalmann oddviti er týndur. Ísbjörg ritari segir hann í vinnuferð á Akureyri á vegum Haughúsasýslunnar. Veit ekkert hvenær hann kemur aftur og skipti engu máli til eða frá.

Vermundur á Endajaxli spurði af hverju hann hefði tekið með sér skíðin í vinnuferð.

Svar: “Bara til öryggis, ef hann þarf að fara á svig við reglurnar.”
Auglýsing