Costco snilld hjá Nettó

    Í verslunum Nettó gefur að líta Sanpellegrino gosdrykki úr Costco. Appelsínu og sítrónugos í dósum. Þegar litið er á verðmiðann í Nettó sést að þar starfa snillingar, sannkallaðir Costco snillingar. Þeir fara bara í Costco, kaupa nokkur bretti af Sanpelligrino á ca. 50 kr. dósina og selja svo í Nettó á 129 kr.

    Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við þetta, Costco er fyrst og fremst heildsöluverslun. Fyrir okkur neytendur er frekar óvanalegt að sjá verslunarálagninguna svona uppi á borðum. Algengast er auðvitað að verslanir kaupa af heildsölum og eru að sjálfsögðu ekkert að upplýsa um innkaupsverðið.
    Auglýsing