HÓMÓFÓBÍSKUR RÁÐHERRA Í FÆREYJUM

    Jenis av Rana, leiðtogi Miðflokksins í Færeyjum, verður nýr menningarmálaráðherra og utanríkis að auki eftir kosningar og stjórnarskipti í Færeyjum.

    Jenis av Rana vakti mikla athygli á Íslandi í byrjun september 2010 þegar hann neitaði að sitja veislu með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, vegna samkynhneigðar þeirra. Veislan var haldin í tilefni af heimsókn Jóhönnu til Færeyja, en Jenis taldi heimsókn hennar „hreina ögrun“ þar sem hún væri „ekki í samræmi við heilaga ritningu.“ Honum hafi því ekki dottið í hug að sitja veisluna.

    Auglýsing