HÖKTANDI ALMENNINGSSAMGÖNGUR

    Rekstur almenningssamgangna virðist ganga illa hvar sem er á landinu hvort sem það er fyrir sunnan, austan, vestan eða norðan – og það þrátt fyrir hástemmd loforð og fagra framtíðarsýn pólitíkusa um vistvænan heim.

    Fjögurra milljón króna tap er á leið 57 Vesturland fyrstu 10 mánuði ársins en sá strætisvagn fer á Akranes-Borgarnes og tengist við Snæfellsnes-Dalina Hómavík og Akureyri.

    Nú á að reyna að spara á þessu ári og ein leið er sú að fella niður ferð á Akranes sem fer frá Mjódd  kl.11.15 á virkum dögum. Vitað er að Akurnesingar taka þessum sparnaði ekki vel því að vagninn er notaður mikið af Akurnesingum sem margir hverjir stunda sína vinnu og nám á höfuðborgarsvæðinu.

    Auglýsing